Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar hefur verið falið að undirrita samning um yfirtöku á götulýsingarkerfi til eignar í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

Með samningnum mun Fjallabyggð eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu, í því ástandi sem það er við undirritun samnings.  Sambærilegir samningar hafa verið gerðir í öðrum sveitarfélögum eins og Fjarðarbyggð.

Þá hefur Fjallabyggð heimilað að gera lokaða verðkönnun vegna endurnýjunar á götulýsingu.

Eftirfarandi birgjum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Johan Rönning hf
Reykjafell hf
O. Johnson & Kaaber hf
S. Guðjónsson hf
Ískraft hf
Smith & Norland hf
Fálkinn
Jóhann Ólafsson hf
Rafmiðlun hf.

Ljósmyndir með frétt: Vigdís Sverrisdóttir.

Image may contain: sky, cloud, mountain, outdoor and nature

Image may contain: sky, cloud, snow, outdoor and nature