Heilsueflandi samfélag og Fjallabyggð bjóða íbúum í líkamsrækt undir leiðsögn einkaþjálfara Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar næstu fjórar vikur.
Aðgangur að líkamsræktinni verður gjaldfrjáls á þessum tímum.

Á Siglufirði mun Guðrún Ósk Gestsdóttir, einkaþjálfari, annast leiðsögn dagana 15. október, 22. október, 29. október og 5. nóvember frá kl. 17:15 – 18:15.

Í Ólafsfirði mun Sólveig Brynjudóttir, einkaþjálfari,  annast leiðsögn dagana 10. október, 17. október,  24. október og 31. október frá kl. 17:15 – 18:15.

Líkamsrækt undir leiðsögn einkaþjálfara er örugg leið til árangurs.