Viðgerð á Dalvíkurlínu (línu Landsnets) og Ólafsfjarðarlínu lauk í gærkvöldi. Búið er að frátengja varaaflsvélar sem sáu Dalvík og Svarfaðardal fyrir rafmagni og varðskipið Þór hefur snúið sér að öðrum verkefnum Búið er að tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð við landskerfið og Árskógstrandarlína er komin í rekstur.

Ekki er því lengur þörf á að fara sparlega með rafmagn vegna þessa og óhætt að kveikja á jólaljósunum aftur.