Evrópumeistararnir í hópfimleikum munu enn og aftur sýna og kenna fimleika á ferð sinni um landið í sumar. Hópurinn heimsækir Sauðárkrók nú í næstu viku. Hópurinn verður með sýningu í íþróttamiðstöðinni á Sauðárkróki mánudaginn 30.júlí nk. klukkan 16:00. Að sýningu lokinni gefst krökkum og unglingum kostur á að hljóta leiðsögn frá Evrópumeisturunum í fimleikum á um klukkustundarlöngu fimleikanámskeiði. Þátttaka í fimleikanámskeiðinu kostar 1.000 kr.
Allur ágóði af kennslunni fer í sjóð til að fjármagna ferð hópsins á Evrópumeistaramótið í Århus í haust þar sem hópurinn freistar þess að verja Evrópumeistaratitil Íslands. Heimsóknin á Siglufjörð er liður í Fimleikahringnum sem er samstarfsverkefni Íþróttafélagsins Gerplu, UMFÍ og Olís. Tilgangur Fimleikahringsins er að kynna hópfimleika fyrir landsbyggðinni og vekja athygli á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem fram fer um Verslunarmannahelgina á Selfossi. Hér má finna tengil á fésbókarsíðu Fimleikahringsins en þar má finna myndir frá fyrri ferðum hópsins um landið. http://www.facebook.com/#!/fimleikahringurinn
Texti: Innsent efni / Björn Björnsson.