Ferðafélagið Trölli í Ólafsfirði stendur fyrir göngu á Múlakollu laugardaginn 18. maí. Lagt af stað frá Vallarhúsi KF við Ægisgötu kl. 10:00.  Gönguhækkun er um 900m, göngutími 3 klst. og erfiðleikastig 4 skór.

Gjald fyrir gönguna er kr. 1.500.- (500 kr. ef greitt er árgjald). Ferðafélagið býður uppá árgjald 6.500.- (maí – sept).

Múlakolla er 984 m á hæð.