Félagið Á Sturlungaslóð sem starfrækt hefur verið í Skagafirði hefur verið lagt niður.  Í tilkynningu kemur fram að markmiði félagsins sé náð þ.e. að koma menningararfi miðalda frá Sturlungatímanum á kortið í Skagafirði en félagið var stofnað árið 2008.

Félagið Á Sturlungaslóð í Skagafirði stóð meðal annars fyrir því verkefni að merkja og gera sögustaði aðgengilega. Á stöðunum eru upplýsingaskilti sem greina frá atburðum. Félagið hefur einnig haldið úti heimasíðunni Kakalaskáli.is