Rannsókn máls þar sem maður var stunginn með hníf á Kópaskeri er enn á frumstigi og málsatvik liggja ekki ljós fyrir. Maður og kona sem voru í haldi lögreglu hafa verið yfirheyrð og voru þau látin laus í gærkvöldi, þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi fyrst frá þessu.
Brotaþoli er enn á gjörgæslu og ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af honum né öðrum karlmanni sem grunaður er um verknaðinn. Til stóð að taka skýrslu af honum í gærdag og færa hann fyrir dómara. Ekkert varð úr því þar sem flytja þurfti hann rænulítinn úr fangageymslu lögreglunnar á sjúkrahús og liggur hann einnig á gjörgæslu, þar sem lögregluvakt er nú.
Vettvangsrannsókn tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu stendur nú yfir á vettvangi á Kópaskeri og er reiknað með því að henni ljúki í dag.

Police, Cop, Police Uniforms, Police Uniform, Guard