Aðgerðum vegna saltsýrunnar sem lak úr gámi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki, lauk um tíu leytið í gærkvöldi. Að sögn Vernharðs Guðnasonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar, tókst vel að hreinsa svæðið en um 5000 lítrar láku úr tankinum
Um 12000 lítrum var dælt úr honum og sýran sem lak niður gerð óvirk með vítissóda. Vernharð segir að saltsýra hafi ekki runnið í sjóinn og því hafi engin frekari mengun hlotist af.
Heimild: ruv.is