Til stendur að endurnýja skólalóð leikskólans í Ólafsfirði í sumar. Forhönnun lóðarinnar liggur fyrir og verða teikningar hengdar upp á deildum Leikhóla og lagðar fram til kynningar á fundi foreldraráðs Leikskóla Fjallabyggðar.

Þegar þessum áfanga lýkur hafa allar skólalóðir við Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar verið endurnýjaðar.

Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982.

Leikskólinn Leikhólar í Ólafsfirði