Stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka óskaði við Ríkisskattstjóra að slíta félaginu á einfaldan máta í byrjun nóvember. Ríkisskattstjóri taldi að kjósa þyrfti skilanefnd til að slíta félaginu þar sem þetta væri sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri.

Eigendur Náttúrusetursins ses. óskuðu í framhaldinu eftir því að Dalvíkurbyggð leiddi þessa vinnu við að skipa skilanefnd.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkti svo á síðasta fundi að skipa slitanefnd fyrir Náttúrusetrið á Húsabakka ses. Í nefndinni eru Þorsteinn Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.