Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar leitar nú að stórum grenitrjám sem myndu sóma sér vel sem jólatré í Dalvíkurbyggð.
Ef einhvern vantar að losna við tré úr garðinum sínum getur hann haft samband við starfsmenn Eigna- og framkvæmdadeildar í síma 853-0220 (Steinþór).