Laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn var merkilegur dagur í íþróttasögu í Dalvíkurbyggð þegar nýr gervigrasvöllur var formlega vígður við hátíðlega athöfn. Fjöldi fólks var viðstaddur vígsluna og dagskráin var fjölbreytt. Knattspyrnuleikur yngri iðkenda Dalvíkur/Reynis gegn foreldrum ogforráðamönnum, hamborgaragrill, heimaleikur Dalvíkur/Reynis gegn Vestra, hátíðarkaffi í hálfleik og svo voru bræðurnir Björgvin og Gunnlaugur Gunnlaugssynir sæmdir gullmerki KSÍ, en þeir eru afar vel að þeim heiðri komnir. Þeir bræður hafa m.a. afrekað það að taka virkan þátt sem sjálfboðaliðar í uppbyggingu á fimm knattspyrnuvöllum í Dalvíkurbyggð í gegnum árin. Guðni Bergsson formaður KSÍ var mættur á svæðið til að afhenda gullmerkin til bræðranna.
Björn Friðþjófsson var síðan sæmdur gullmerki UMSE fyrir starf sitt í þágu íþrótta- og ungmennafélagsmála.
Heimild: dalvik.is / dalviksport.is

