Lið Dalvíkur/Reynis mætti liði Samherja í dag í Mjólkurbikarnum, en leikið var á Akureyri.  Fyrirfram var búist við þægilegum leik fyrir Dalvík/Reyni.

Samherjar skoruðu sjálfsmark á 17. mínútu og komst Dalvík/Reynir því í 1-0. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Borja Laguna fyrir Dalvík/Reyni og kom þeim í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Dalvík skoraði svo tvö mörk með skömmu millibili á 69. mínútu skoraði Gunnlaugur og 73. mínútu og komust í 4-0, en Atli Fannari skoraði úr víti.

Undir lok leiksins bætti svo Dalvík við tveimur mörkum og innsigluðu stórsigurinn, Borja Laguna skoraði á 89. mínútu og Pálmi Birgisson á 92. mínútu. Lokatölur 6-0 og Dalvík/Reynir mætir liði Þórs í næstu umferð.