Búið að flytja alla þá farþega sem að voru í hópbifreið sem að valt á þjóðvegi 1, Norðurlandsvegi skammt frá bænum Öxl sunnan við Blönduós. Voru þeir flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Einnig verða slasaðir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þjóðvegur 1. var lokaður um tíma en hefur verið opnaður aftur samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Flughálka og óveður er á svæðinu.