Fjallabyggð opnaði tilboð í verkið þekju og lagnir á Bæjarbryggju á Siglufirði þann 7. mars síðastliðinn. Bás ehf á Siglufirði bauð lægst, eða 24 milljónir undir kostnaðaráætlun Fjallabyggðar, sem var rúmlega 99,3 milljónir. Alls bárust fjögur tilboð og var hæsta tilboðið 120 milljónir, eða rúmlega 25 milljónum yfir kostnaðaráætlun.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda.

Eftirfarandi tilboð bárust:
BB byggingar ehf. 120.000.000
Bás ehf. 75.318.150
Sölvi Sölvason 107.880.994
GJ smiðir ehf. 94.964.153