Brúnastaðabændur í Fljótum hafa nú opnað litla sveitabúð í garðinum við Brúnastaði. Þar verður hægt að fá handverksostana frá Brúnastöðum sem og aðrar afurðir býlisins sem eru býsna fjölbreyttar. Til dæmis egg frá íslenskum landnámshænum sem ganga lausar í náttúrunni, kornhænuegg og skilkihænuegg. Einnig kjötmeti af ýmsum toga, ærkjöt, grísakjöt, kiðlingakjöt, lambakjöt, úrvals holdanautakjöt og hrápilsur.
Allar eru þessar afurðir hanteraðar í vottuðu vinnslunni að Brúnastöðum. Það borgar sig að slá á þráðinn til þeirra áður en kíkt er í heimsókn, Hjördís 8691024 og Jóhannes 8511021.