Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt breytingar á gjaldtöku fyrir vistun barna tímabilið 3.-28. janúar 2022 vegna sóttkvíar og einangunar samkvæmt fyrirskipun yfirvalda vegna Covid-19 veirunnar.

Greiðsluhlutdeild nái einungis til þeirrar þjónustu sem raunverulega var hægt að nýta þann tíma, það er hjá leikskóla, grunnskóla og frístund í Skagafirði.