Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 felst í að hafnarsvæði á Siglufirði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun hafnarsvæðis nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi. Núverandi landfylling er færð inn á uppdrátt en einnig er gert ráð fyrir aukinni landfyllingu norðan hennar. Fyrirhuguð landfylling stækkar úr 0,7 ha í 0,8 ha. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,3 ha í 3,1 ha. Afmarkað er nýtt athafnasvæði sem er 0,7 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.