Bjórhátíðin á Hólum verður haldin annað árið í röð að Hólum í Hjaltadal. Hátíðin fer fram laugardaginn 8. september og stendur yfir frá 15:00 til 19:00. Helstu bjórframleiðendur landsins mæta á svæðið og kynna fjölbreytt úrval gæðabjóra. Kosið verður um besta bjórinn og keppt í kútaralli. Bjórhátíðin er haldin að undirlagi Bjórseturs Íslands sem staðsett er á Hólum og er rekið af hópi áhugamanna um bætta bjórmenningu landsmanna.