Mörg verkefni voru í gangi fyrir Björgunarsveitirnar í Fjallabyggð í gærkvöldi en óveður skall á og fuku þakplötur af tveimur húsum á Siglufirði, ruslatunnur og fleira lauslegt fauk um bæinn. Björgunarsveitin Strákar fylgdu sjúkrabílnum í tvö útköll sem bárust nánast á sama tíma.
Annar björgunarsveitarbíll Stráka fylgdi sjúkrabíl í forgangsakstri til Akureyrar og svo var öðrum bíl fylgt að bílveltu í Fljótum. Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði komu til aðstoðar meðan bílar Stráka sinntu fylgd sjúkrabílanna.
Myndir með fréttinni koma frá Björgunarsveitinni Strákum.
