Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hefur kannað vilja Fjallabyggðar til samstarfs um uppbyggingu og rekstri á sameiginlegri stjórnstöð vettvangsstjórnar almannavarna Fjallabyggðar og björgunarsveitarinnar.

Fjallabyggð mun skoða þann möguleika að stjórnstöð almannavarna verði færð úr Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og í framhaldi af því að meta kostnað sveitarfélagsins við slíka aðgerð.

Landsmót / Landsbjörg: 22 unglingasveitir björgunarsveita frá flestum landshlutum hafa verið við fjölbreyttar æfingar og þjálfun, undir stjórn eldri og reyndari félaga. Alls munu þátttakendur verið um 300 talsins