Um helgina fer fram Bikarmót SKÍ í skíðagöngu í Ólafsfirði sem er jafnframt alþjóðlegt FIS mót. Vegna snjóleysis verður keppnin haldin á svæði Golfklúbbs Fjallabyggðar.   Margir af bestu skíðagöngumönnum landsins mæta til leiks og þar á meðal íþróttamaður Fjallabyggðar og Ólympiufarinn Elsa Guðrún Jónsdóttir.   Sprettgangan hófst í dag og sigraði Elsa Guðrún í flokki kvenna 17 ára og eldri.  Leiðindaveður var í dag á svæðinu og gerði það keppendum erfitt fyrir. Úrslit dagsins og dagskrá helgarinnar má finna hér fyrir neðan.

 

Úrslit

Dagskrá