Bæjarstjórn og borgarstjórn funda í Hofi

Föstudaginn 8. febrúar kl. 16.00 verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að markmið fundarins sé fyrst og fremst að ræða sameiginleg hagsmunamál, sem séu fjölmörg, og efla kynni borgarfulltrúa í höfuðborg Íslands og bæjarfulltrúa í höfuðstað Norðurlands. Fundurinn verður opinn áhorfendum sem koma í Hof og einnig sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4. Áður en fundurinn hefst verður borgarfulltrúum boðið í kynnisferð um Akureyri og skoða þeir meðal annars aðstöðuna á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.

Powered by WPeMatico