Gistinóttum á hótelum á Norðurlandi fjölgaði um 7% í apríl 2019, miðað við apríl 2018. Gistinætur voru alls 20.916 í apríl 2019.  Frá maí 2018 til apríl 2019 fjölgaði um 6% og voru alls 326.570 gistinætur á Norðurlandi á þessu tímabili samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru seld 1.164 herbergi á Norðurlandi í apríl sem er aukning um 15,2% miðað við apríl 2018. Þá var herbergja nýting 35,6% í apríl 2019 og lækkaði um -1,4%.