Tímabundnar stöður deildarstjóra við Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2019-2020 eru lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær stöður deildarstjóra í sitt hvorri starfsstöðinni, á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Deildarstjórn felst í daglegri stjórnun á þeirri starfsstöð sem deildarstjóri starfar ásamt kennsluskyldu. Þá sinna deildarstjórar ákveðnum verkefnum sem skólastjóri felur þeim og koma að skipulagi skólastarfs. Annar deildarstjórinn er staðgengill skólastjóra í fjarveru hans.
Gerðar eru kröfur um leyfisbréf til kennslu í grunnskóla ásamt nýlegri kennslureynslu í grunnskóla. Reynsla af deildarstjórnun í grunnskóla er kostur.

Ráðið er til eins árs. Umsóknum skal skila á netfangið erlag@fjallaskolar.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí nk.

Grunnskóli Fjallabyggðar:

• Í starfsstöðinni í Ólafsfirði eru u.þ.b. 95 nemendur í 6. – 10. bekk.
• Í starfsstöðinni á Siglufirði eru u.þ.b. 105 nemendur í 1. – 5. bekk.

Frekari upplýsingar gefur Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða síma 865-2030.