Kanína ehf, fyrirtæki Birgit Kositzke á Hvammstanga, fékk 1,5 milljón króna styrk úr úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna sem fram fór í vikunni en alls hlutu 36 verkefni styrk að upphæð alls 26 milljónum króna. Þá hlaut Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki 850 þúsund króna styrk fyrir verkefnið “Járnviðja – færanlegur skjólveggur”. Einnig hlaut Hildur Þóra Magnúsdóttir frá Skagafirði 400 þús. kr. styrk fyrir verkefnið “Culture tasting”.
Alls fóru 22 styrkir fóru til kvenna á höfuðborgarsvæðinu en 14 til kvenna á landsbyggðinni og eru styrkirnir veittir til markaðssetningar, vöruþróunar, launakostnaðar og ennfremur til gerðar viðskiptaáætlana.
Hæstu styrkina hlutu Icelandic Cinema online, 2.000.000 vegna vöruþróunar verkefnisins Icelandic film locations og Tungumál og menning, 1.600.000 vegna verkefnisins Lifandi tungumálakennsla. Þriðja hæsta styrkinn hlaut Birgit Kositzke á Hvammstanga vegna uppbyggingar kanínuræktar.
Styrkir voru til fjölbreyttra verkefna og má þar nefna styrk til þarabaða á Reykhólum, vegna baðvörulínu, bílabingós, framleiðslu á duftkerum, til framleiðslu jurtakryddsalts úr íslensku salti, handtuftaðra motta, markaðssetningu prjónaferða, snúningslaka, færanlegs skjólveggur, heilsukodda og ostagerðar.
Sjá má lista yfir styrkhafa ársins 2012 með því að smella hér.