Hin árlega kvennareið verður farin laugardaginn 9. júní næstkomandi kl. 15:00. Farið verður frá Reiðhöllinni á Blönduósi. Nefndin hefur valið góða og skemmtilega reiðleið sem endar svo í Reiðhöllinni í grilli og gríni. Gaman væri ef konur skreyttu sig og hesta sína, frjálst þema.

Skráning þarf að berast fyrir þriðjudaginn 5. júní svo að við getum gert ráðstafanir varðandi matinn.

Konur! Fjölmennum nú og eigum góðan dag saman. Skráning og nánari upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 894-7543, Gullu í síma 848-9447, Eddu í síma 660-3253 og Evu í síma 844-5624.