Ari Trausti hefur lokið undirskriftarsöfnun vegna meðmæla með framboði sínu til embættis forseta Íslands. Það var gert í ferð til Mið-Norðurlands dagana 11. og 12. maí. Með síðustu undirskriftanna voru þær sem fengust á stuttum en skemmtilegum fundi að kvöldi föstudagsins 11. maí í Grímsey. Flogið var til eyjarinnar á lítilli og nýuppgerðri tveggja hreyfla Piper Apache-vél og skundað í félagsheimilið þar sem heitt kaffi beið á könnu og hressir Grímseyingar tóku á móti gestunum.

“Ég hef hlotið góðar móttökur í öllum landsfjórðungum og heimsótt yfir 80 fyrirtæki og stofnanir. Þetta er skemmtileg iðja og margt sem lærist. Ég    þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn”, segir Ari Trausti.

Skil á undirskriftalistum fer fram í öllum kjördæmum landsins á tímabilinu 15. til 22. maí. en framboðsfrestur rennur út 25. maí.

Heimild: www.aritrausti.is