Mikil uppbygging hefur verið hjá lúxusferðaþjónustunni í Deplum í Fljótum sem er í eigu keðjunnar Eleven experienceDeplar býður upp á 13 lúxus herbergi og er stærðin á byggingunum yfir 2600 fermetrar. Til samanburðar þá er Sigló hótel skráð 3462 fermetrar og með 64 herbergi. Á Deplum er til dæmis hægt að panta tveggja manna herbergi með morgunmat, kvöldmat með víni og aðgangi að gufu og heitum pottum.  Einnig er hægt að panta viðburðaríka afþreyingarpakka, til dæmis þyrluflug, hestaferðir, veiði, skíði, snjósleða og þess háttar.  Búið að leggja um 3 milljarða í uppbygginguna. Í húsinu er jóga herbergi, æfingaherbergi, bókasafn, þrjú nuddherbergi, setustofa, bar og fleira.

Ferðaþjónustunni á Deplum er skipt niður í tvö tímabil.   Annars vegar er það veturinn þar sem allt tengt skíðum er alls ráðandi, skíðaganga, svig og fjallaskíði.  Á Deplum eru einnig tíu vélsleðar.

Svo er það sumarið, en þá er mun meiri eftirspurn eftir gistingu á Deplum.  Þá er boðið upp á veiði, kajak, hestraferðir, fjallahjól og fleira.