Akureyrarstofa auglýsir 100% starf verkefnastjóra atvinnumála laust til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Verkefnastjóri atvinnumála heyrir undir framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og er jafnframt starfsmaður verkefnisstjórnar um atvinnumál sem er þverpólitískur vinnuhópur.
Helstu viðfangsefni hópsins eru að móta atvinnustefnu og vera stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar um atvinnumál.

Helstu verkefni:

  • Samstarf og samskipti við hagsmunasamtök, fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir
  • Leiða mótun nýrrar atvinnumálastefnu og sinna eftirfylgni hennar
  • Halda utan um atvinnuátaksverkefni á vegum Akureyrarbæjar
  • Gagnaöflun um atvinnulífið á Akureyri og framkvæmd viðhorfskannana
  • Þátttaka í verkefnum á sviði atvinnuþróunar og -uppbyggingar
  • Önnur verkefni sem verkefnastjóra eru falin

    Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking á atvinnulífi svæðisins æskileg
  • Reynsla af þátttöku í atvinnuuppbyggingu og/eða atvinnuþróun æskileg
  • Stjórnunar- og skipulagshæfileikar
  • Góð tölvufærni og geta til að vinna með tölulegar upplýsingar
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

    Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

    Á Akureyrarstofu fer fram fjölbreytt og öflugt starf en hún heldur utan um atvinnumál, markaðs- og ferðamál og menningarmál fyrir Akureyrarbæ.
    Megináhersla er lögð á að örva kraft og frumkvæði einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, finna þeim farveg og koma á samstarfi aðila sem geta gert góðar hugmyndir að veruleika. Akureyrarstofa er til húsa í menningarhúsinu Hofi og eru starfsmenn fimm talsins.

    Umsjón með ráðningu

    Jónína Guðmundsdóttir – jonina.gudmundsdottir@capacent.is
    Sigríður Pétursdóttir – sigridur.petursdottir@capacent.is

    Umsóknafrestur til og með:

    25. apríl 2012