Afþreying

Golf

Tveir níu holu golfvellir eru í Skagafirði; Hlíðarendavöllur ofan við Sauðárkrók (Golfklúbbur Sauðárkróks, s: 453-5075) er einn lengsti níu holu golfvöllur landsins, og golfvöllurinn í Lónkoti í Sléttuhlíð (s: 453-7432) norðan Hofsóss býður uppá einstakt útsýni yfir eyjarnar á Skagafirði.

Golfklúbbur Sauðárkróks, Hlíðarendi, 550 Sauðárkrókur, s: 453-5075

Ferðaþjónustan Lónkoti, Sléttuhlíð, 565 Hofsós, s:453-7432

Flúðasiglingar

Hjá þeim sem vilja njóta spennu og skemmtunar í tilkomumikilli náttúru er vinsælt að fara í siglingu niður skagfirsku jökulárnar, en sú austari er af mörgum talin ein besta flúðasiglingaá Evrópu. Tvö fyrirtæki í Skagafirði hafa um árabil sérhæft sig í flúðasiglingum; Bakkaflöt og Ævintýraferðir.