Þann 1. desember verður fjölbreytt starf í Ólafsfjarðarkirkju.  Barnastarf hefst kl. 11:00 – Börnin mega koma með bangsann sinn – Málað verður á piparkökur í safnaðarheimilinu.

Aðventustund verður á Hornbrekku kl. 15:00. Kirkjukórinn syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Ave Köru Sillaots – Jólasaga lesin.

Aðventuhátíð kl. 17:00 Guito Thomas, kennari við Tónlistarskólann á Tröllaskaga flytur hugvekju. Fermingarbörn bera inn ljósið og lesin verður jólasaga. Kór Ólafsfjarðarkirkju syngur aðventu˗ og jólalög undir stjórn Ave Köru Sillaots. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Tröllaskaga leika á hljóðfæri og syngja.