Félags- og tómstundarnefnd Skagafjarðar þakkar þann dugnað og sjálfboðaliðsstarf íþróttahreyfingarinnar, sem hér felst í því að byggja og kosta aðstöðu fyrir blaðamenn á Sauðárkróksvelli.

Áður hefur frjálsíþróttadeild Tindastóls byggt tímatökuskýli á vellinum og knattspyrnudeild Tindastóls áhorfendastúku í sjálfboðamennsku. Viðhald þeirra mannvirkja hefur ekki verið íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. Starf sjálfboðaliða innan vébanda ungmenna-og íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði verður seint fullþakkað.