Í dag verður haldin 80’s skíðahátíð með tónlist og flottum veitingum í Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Svæðið verður opið frá kl. 10-16 og verða 4 lyftur opnar í dag. Færið er troðinn þurr snjór og er flott utanbrautarfæri í dag samkvæmt tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins. Þeir sem vilja fara á gönguskíði geta mætt á tilbúna braut í Hólsdal.

Mynd frá Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði.