Atvinnuleysi mælist nú 4,8% í Fjallabyggð í lok mars mánaðar og eykst um 0,5% á milli mánaða. Alls eru 52 án atvinnu í Fjallabyggð en voru 47 í febrúar 2019.  Alls eru þetta 30 karlar og 22 konur sem eru án atvinnu í Fjallabyggð.  Þetta kemur fram í gögnum frá Vinnumálastofnun.

Atvinnuleysi mælist nú 2,3% í Dalvíkurbyggð í lok mars 2019. Alls voru 24 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í lok mars 2019. Alls eru þetta 16 karlar og 8 konur sem eru án atvinnu. Atvinnuleysi eykst um 0,1% á milli mánaða og hefur ekki mælst hærra síðan í apríl 2018.