Alls voru 39 án atvinnu í lok ágúst 2019 í Fjallabyggð og mældist atvinnuleysi 3,6%. Alls voru 21 karlar 18 konur án atvinnu í lok ágústmánaðar í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð mældist atvinnuleysi 2,1% og voru 22 án atvinnu í lok ágústmánaðar, þar af voru 11 karlar og 11 konur.

Í Skagafirði voru 13 án atvinnu og mældist atvinnuleysi aðeins 0,6% í sveitarfélaginu.

Á Akureyri mældist atvinnuleysi 3% og voru 312 án atvinnu í lok ágústmánaðar.

Tölulegar upplýsingar í fréttinni koma úr gögnum Vinnumálastofnunnar.