Í lok október voru alls 37 án atvinnu í Fjallabyggð og fjölgaði um 5 frá því í september 2019. Alls eru þetta 14 karlar og 23 konur sem eru án atvinnu í Fjallabyggð. Atvinnuleysi jókst um 0,5% á milli mánaða og mælist nú 3,4%.

Þá voru 20 án atvinnu í Dalvíkurbyggð í lok október 2019 og fækkaði um 1 á milli mánaða. Alls voru þetta 10 karlar og 10 konur. Atvinnuleysi mældist 1,9% í lok október í Dalvíkurbyggð og minnkaði um 0,1% á milli mánaða.