Alls voru 26 einstaklingar án atvinnu í Dalvíkurbyggð í janúar 2020, fjölgaði um tvo á milli mánuða. Alls voru þetta 16 karlar og 10 konur sem voru án atvinnu. Atvinnuleysi mælist nú 2,4% í Dalvíkurbyggð, og hefur ekki mælst svona hátt síðan í apríl 2018.