Mikil umferð var í gegnum Fjallabyggð í gær vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði sem var lokuð í nokkra klukkutíma. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að 2263 bílar fóru um Héðinsfjarðargöng í gær, og var mesti toppurinn milli kl. 15:00-18:00 en þá fóru 956 bílar í gegnum göngin. Var þetta töluverð auknin frá þriðjudeginum 23. júlí þegar 1292 bílar fóru í gegnum Héðinsfjarðargöng.

Um Múlagöng fóru 2085 bílar í gær og var toppurinn milli kl. 15:00-18:00 þegar 772 bílar fóru í gegn en einnig var mikið álag milli kl. 12:00 og 15:00 en þá fóru 708 bílar í gegn. Til samanburðar fóru 1155 bílar í gegn um Múlagöng, þriðjudaginn 23. júlí.

Um Siglufjarðarveg skammt frá Herkonugili fóru alls 1455 bílar í gær, en þriðjudaginn 23. júlí fóru 626 bílar.

Langar raðir mynduðust við Múlagöng sem en þar var umferðarstýring virk með hliðum og hleypt í gegn á 15. mínútna fresti í aðra áttina. Umferð gekk þó greiðlega í gegnum Héðinsfjarðargöng, enda tvíbreið göng.