Föstudaginn 8. október var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum að hausti í Hóladómkirkju. Alls brautskráðust 22 nemendur. Frá Ferðamáladeild brautskráðust átta einstaklingar, einn með diplóma í ferðamálum, fimm með diplómu í viðburðastjórnun og tveir með BA gráðu í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta. Frá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild brautskráðust 13 einstaklingar, 12 með diplómu í fiskeldi og einn með MS gráðu í sjávar- og vatnalíffræði. Frá Hestafræðideild brautskráðist einn einstaklingur með diplóma í reiðmennsku og reiðkennslu.

Athöfnin var gleðistund enda höfðu nemendur lagt stund á nám við mjög óhefðbundnar aðstæður. Íris Olga Lúðvíksdóttir og Rögnvaldur Valbergsson sáu um tónlistarflutning.

Að athöfn lokinni bauð háskólinn nýbrautskráðum Hólamönnum, aðstandendum og starfsfólki til veislu í Kaffi Hólar.

Alls brautskáðust 66 einstaklingar, með 67 gráður, frá háskólanum á skólaárinu. 28 einstaklingar af fræðasviðum ferðamála, 17 af fræðasviðum fiskeldis- og fiskalíffræði, sjávar og vatnalíffræði og 22 af á fræðasviði hestafræða.

Heimild: holar.is