Stærsta hátíð íslenskrar æsku, Unglingalandsmót UMFÍ, var haldin á Selfossi um verslunarmannahelgina.  Enn á ný var þátttökumet slegið, og ljóst er að þessi vímulausa hátíð er orðin stærsta útihátíð á mestu ferðahelgi Íslendinga.  Skarphéðinsmenn eiga þakkir skildar fyrir frábæra framkvæmd mótsins.

 

Íþróttir eru í brennidepli á hátíðinni, og sem fyrr stóðu skagfirskir keppendur sig vel í frjálsíþróttakeppni mótsins og voru til fyrirmyndar, eins og félagar þeirra sem kepptu í öðrum íþróttagreinum.   Alls unnu Skagfirðingarnir 20 verðlaun í frjálsíþróttakeppninni, 4 gullverðlaun, 8 silfur og 8 brons, auk þess sem nokkrir unnu til verðlauna í blönduðum boðhlaupssveitum.  Þess má geta að yfir 50 keppendur voru í mörgum greinanna.

 

Skagfirðingar sem unnu til verðlauna voru:

 

  • Daníel Þórarinsson (18), sigraði í 100m og 800m hlaupum.
  • Fríða Ísabel Friðriksdóttir (14), sigraði í þrístökki og varð í 2. sæti í 100m, 80m grindahlaupi og langstökki.
  • Ragnar Ágústsson (11), sigraði í spjótkasti.
  • Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17), varð í 2. sæti í 100m og langstökki og 3. sæti í 110m grindahlaupi.
  • Ari Óskar Víkingsson (11), varð í 2. sæti í 60m hlaupi.
  • Sæþór Már Hinriksson (12), varð í 2. sæti í 60m grindahlaupi.
  • Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (16-17), varð í 2. sæti í hástökki.
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir (15), varð í 3. sæti í 80m grindahlaupi og langstökki.
  • Gunnar Freyr Þórarinsson (13), varð í 3. sæti í kúluvarpi.
  • Haukur Ingvi Marinósson (14), varð í 3. sæti í kringlukasti.
  • Hákon Ingi Stefánsson (15), varð í 3. sæti í kringlukasti.
  • Agnar Ingimundarson (16-17), varð í 3. sæti í hástökki.
  • Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17), varð í 3. sæti í 100m hlaupi.

Heimild: www.tindastoll.is