Á fimmtugasta fundi skólanefndar Menntaskólans á Tröllaskaga sem haldinn var um miðjan janúar var farið yfir áhugaverða tölfræði skólans frá haustönn 2018.  Fram kom á fundinum að meðaleinkunn allra námsgreina með
tölueinkunn væri 6,9.  Fall í áföngum skólans var á haustönn 2018 að meðaltali 19% en brottfall var svipað og síðustu annir eða 4%.

Alls útskrifuðust 21 nemandi af haustönn og þá hafa alls 244 nemendur útskrifast frá skólanum frá upphafi.