Sautján fyrirtæki á Siglufirði hafa gefið fræðsluefni til sunnudagaskólans í Siglufjarðarkirkju, sem er einnig nefndur Kirkjuskólinn. Bókin heitir Kærleiksbókin mín og er gefin í 100 eintökum. Það er bók sem Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, gaf út í ár og í henni er að finna endursagnir á sögum um Jesú frá Nasaret. Sögurnar eru á léttu og fallegu máli, börnin fá svo límmiða til að fullgera sumar myndanna í bókinni.

Fyrirtækin sautján eru: Aðalbakarinn ehf., Byggingafélagið Berg ehf., Efnalaugin Lind ehf., Hótel Siglunes ehf., L-7 ehf., Minný ehf., Premium ehf., Primex ehf., Raffó ehf., Rammi hf., Siglósport, Siglufjarðar Apótek ehf., SR-Byggingavörur ehf., TAG ehf., Tónaflóð heimasíðugerð slf., Veitingastaðurinn Torgið ehf. og Videoval ehf.

Frá þessu er greint á kirkjan.is og einnig siglfirdingur.is.