Í byrjun árs skrifuðu 16 leikmenn undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls. Undirritunin fór fram í vallarhúsinu áður en leikmenn héldu á æfingu, en þeir hafa flestir æft með liðinu frá því í október. Vænta má að fleiri leikmenn skrifi undir hjá Tindastól í meistaraflokki kvenna og karla á næstu vikum. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Tindastóls.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir eru: Anton Helgi jóhannsson, Arnar Ólafsson, Benedikt Kári Gröndal, Bragi Skúlason, Einar Ísfjörð Sigurpálsson, Emil Óli Pétursson, Eysteinn Ívar Guðbrandsson, Hólmar Daði Skúlason, Ísak Sigurjónsson, Jóhann Daði Gíslason, Jón Gísli Stefánsson, Jónas Aron Ólafsson, Kristófer Rúnar Yngvason, Sigurður Pétur Stefánsson, Svend Emil Busk Friðriksson og Sverrir Hrafn Friðriksson.

Þetta er frábær blanda af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokks fótbolta og í bland við leikmenn sem hafa spilað í mörg ár og eru aðeins eldri og reynslumeiri,” segir Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er iðulega kallaður, aðalþjálfari meistaraflokka Tindastóls og yfirmaður knattspyrnumála.

Donni segir að það sé risastór yfirlýsing út í samfélagið að þessi hópur leikmanna sé búinn að skrifa undir við félagið.

“Þetta sýnir að leikmenn ætla að þétta sér saman og vilja koma liðinu aftur upp um deild og helst deildir á næstu árum.”

Tindastóll er frábært félag og á heima ofar að okkur öllum finnst. Þessir strákar sýna það hér í verki að þeir hafi trú á því sem við ætlum okkur að gera og vilja leggja sitt af mörkum til þess að það verði að veruleika.

Að lokum segir Donni að Tindastóll sé skemmtilegri vegferð með fótboltan í heild sinni.

Hún mun taka nokkur ár en við sem erum næst þessu erum sannfærð um að ef allir leggjast á eitt þá getur samfélagið verið ennþá stoltara af knattspyrnunni hjá Tindastól.

Heimild: tindastoll.is