Alls 1568 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 951 á kjörskrá og í Ólafsfirði 617.

Kjörskrár vegna forsetakosninga þann 27. júní 2020 verða lagðar fram 16. júní n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 2, Ólafsfirði.