Alls eru nú 10 staðfest Covid19 smit á Norðurlandi, 5 á Norðurlandi vestra og 5 á Norðurlandi eystra. Þá eru 663 á Norðurlandi í sóttkví.  Alls eru 568 smit staðfest á öllu landinu, og var metdagur í gær þegar 90 smit voru staðfest. Þá eru 12 skráðir á sjúkrahúsi og 22 hafa náð sér af veirunni.