Gestir Amtsbókasafnsins á Akureyri á árinu 2019 voru 103.402 og fjölgaði um 3% frá árinu 2018. Þetta er annað árið í röð sem gestum fjölgar á safninu. Heildarútlán ársins 2019 voru 152.930 og er það einnig aukning um 3% á milli ára.

Útlán á borðspilum jukust um 137% frá árinu á 2018. Í fyrra var gjaldtöku fyrir dvd-diska hætt og við það jukust útlán á mynddiskum um 76%.

Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.