VR óskar eftir samstarfi við ferðaþjónustuaðila sem hafa áhuga á að veita félagsmönnum VR tilboð eða afslætti fyrir sumarið 2020. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. júní 2020. Þetta er gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi til að taka þátt, og getur orðið ágætis auglýsing í leiðinni.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja:

  • Merki eða mynd til birtingar á vef VR
  • Stutt lýsing
  • Tengill á vefsíðu
  • Gildistími tilboðs