Vorvaka í minningu Gísla Ólafssonar skálds frá Eiríksstöðum verður haldin í Húnaveri laugardaginn 9. júní næstkomandi og hefst klukkan 14:00. Kristján Eiríksson, íslenskufræðingur hjá Árnastofnun, mun fjalla um Gísla og verk hans. Friðrún Guðmundsdóttir les ljóð eftir Gísla.

Kvæðamennirnir, Ingimar Halldórsson og Arnþór Helgason, kveða vísur Gísla m.a. Lækjarvísurnar. Sigurður Torfi Guðmundsson syngur nokkur lög við ljóð Gísla við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar.

Kirkjukór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna í Árnessýslu syngur við undirleik Inga Heiðmars, organista síns, sem einnig stýrir almennum söng. Kynnir er Ólafur Hallgrímsson.

Aðgangseyrir er1.500 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri.

(Athugið kort ekki tekin). Kaffi verður selt í hléi.