Tónlistarskóli Skagafjarðar býður til tónleikaveislu í Sæluvikunni, þar sem nemendur koma fram á öllum aldri í stórum sem smáum hópum á eftirtöldum stöðum:
Á Sauðárkróki:
- Sunnudaginn 6. maí
- Tónlistarskólinn kl.14:00
- Frímúrarasalurinn kl.15:30 og kl.17:00 (Lengra komnir nemendur)
- Mánudaginn 7. maí. Tónlistarskólinn kl.17:00
Innritun fyrir næsta skólaár hófst 1. maí og stendur til 18. maí
Hægt er að skrá í gegnum íbúagátt sveitafélagsins eða fá umsóknareyðublöð í tónlistarskólunum. Frekari upplýsinga veitir skólastjóri í síma 453-5790.